Svo kynni að fara að flatskjár yrðu kolefnisskatti að bráð, sökum gróðurhúsaloftegunda sem þeir láta frá sér. Þetta kemur fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem er nú haldin í Ghana.

Um er að ræða lofttegundirnar nitur, tríflúoríð og aðrar flúorskyldar tegundir. Þessar tegundir eru aðeins um 0,3% af heild losaðra gróðurhúsalofttegunda frá hinum iðnvæddu þjóðum, en Reuters segir frá því að hlutfallið fari síhækkandi.

Yvo de Boer, yfirmaður Loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna segir það fyllilega rökrétt að líta til allra lofttegunda sem flokkast sem gróðurhúsalofttegundir, þar á meðal þeirra er flatskjáa.

Skoðaðu einnig hvað Húsið og umhverfið hefur fram að færa um flatskjái.

Birt:
26. ágúst 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Kolefniskvóti á flatskjái“, Náttúran.is: 26. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/26/kolefniskvoti-flatskjai/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: