Í gær hleypti Al Gore, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, af stokkunum nýju átaki undir yfirskriftinni „We“ til að vekja Bandaríkjamenn til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Verkefninu er ætlað að standa í þrjú ár og kosta um 300 milljónir Bandaríkjadala (jafnvirði um 23 milljarða ísl. kr). Verkefnið byggir á þeirri vissu að hægt sé að stöðva loftslagsbreytingarnar, en til þess þurfi fulla þátttöku almennings. Þess vegna verður megináherslan lögð á að fræða fólk og hvetja það til dáða. Þetta verður m.a. gert með því að halda úti heimasíðu, gefa út myndbönd og birta sjónvarpsauglýsingar í vinsælum þáttum á borð við „American Idol“, „House“ og „Law & Order“. Í fyrstu auglýsingunni er m.a. bent á að Bandaríkjamenn hafi ekki beðið eftir að aðrir yrðu fyrri til að senda menn til tunglsins og að þeir geti heldur ekki beðið eftir því að aðrir leysi loftslagsvandann.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og skoðið heimasíðuna www.wecansolveit.org
Birt:
1. apríl 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 1. apríl 2008“, Náttúran.is: 1. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/01/oro-dagsins-1-april-2008/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: