Í fréttatilkynningu frá Landsvrikjun kemur í ljós að á auglýstu fræðaþingi um Urriðafossvirkjun hafi fulltrúa Landsvirkjunar „ekki“ þegið boð um að kynna virkjunina á fundinum og muni ekki gera það enda hafi Landsvirkjun aðrar leiðir til að kynna áformaða virkjun.

Fréttatilkynningin í fullri lengd:
Auglýst „Fræðaþing um Urriðafossvirkjun“ vekur furðu

Samtökin „Áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi“ boða til fundar í Þingborg í kvöld.  Þau hafa auglýst undanfarna daga á Suðurlandi og í dagblöðum dagskrá þar sem kynnt er að fulltrúi Landsvirkjunar fjalli um Urriðafossvirkjun á fundinum.  Landsvirkjun hefur ekki gefið vilyrði fyrir því að koma til þessa fundar og mun ekki gera það. Fyrirtækið harmar þessi vinnubrögð.
Það vekur athygli að fjallað verður um jarðskjálfta og væntanlega áhrif þeirra á virkjunina.  Hvorki hönnuðinum né þeim sem unnu áhættumat vegna hennar er boðið að kynna sín sjónarmið.
Fjallað verður um lífríki Þjórsár og laxveiði en fulltrúa Veiðimálastofnunar sem unnið hefur viðamiklar rannsóknir á þessu efni er ekki boðin þátttaka.
Þá flytur þarna erindi lögfræðingur sem stendur að stjórnsýslukæru á hendur Flóahreppi og Landsvirkjun sem er til meðferðar hjá stjórnvöldum.  Ekki er tímabært að málsaðilar standi að umræðum um það efni nú.
Landsvirkjun telur fund þennan ekki heppilegan vettvang til að koma á framfæri upplýsingum um Urriðafossvirkjun. Fyrirtækið hefur haldið margar kynningar á virkjuninni á Suðurlandi og heldur þar úti fréttablaði um virkjanir í Þjórsá. Þá hefur fyrirtækið sett upp vefsíðuna www.thjorsa.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um áform fyrirtækisins.  Landsvirkjun mun hér eftir sem hingað til kappkosta að gefa sem gleggstar upplýsingar um virkjanir í Þjórsá.

Birt:
5. maí 2008
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Landsvirkjun
Tilvitnun:
Náttúran er „Landsvirkun ekki þátttakandi í fræðaþingi um Urriðafossvirkun“, Náttúran.is: 5. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/05/landsvirkun-ekki-thatttakandi-i-fraeoathingi-um-ur/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: