Reva City Car er lítill og ódýr fólksbíll sem gengur algjörlega fyrir rafmagni og er hlaðinn í venjulegum innstungum, rétt eins og farsími. Kostnaður við rafmagnið er svipaður og ef bensínbíll eyddi 0,6l/100km og það besta er að Reva City Car mengar nákvæmlega ekki neitt.

Kostir Reva rafmagnsbílsins eru endalausir. Einn þessara kosta er hversu hljóðlátur bíllinn er – hann hreinlega líður áfram án vélarhljóðs.
Reva er einnig mjög vinsæll í stórborgum og hafa rúmlega 900 eintök selst á stuttum tíma í London. Reva er einnig undaný eginn stöðumælagjaldi í Reykjavík.
Beygjuradíus bílsins er sá minnsti í heimi, eða 3.5 m og bíllinn er það stuttur að auðveldlega er hægt að leggja honum á hlið í flest bílastæði! Innrýmið bíður upp á merkilega mikið pláss, þó svo virðist ekki vera við fyrstu sýn. Í bílnum eru bæði fram- og aftursæti.

Tæknilegar upplýsingar:
Reva er 2638mm langur, 1324mm breiður og 1510mm hár.
Bíllinn vegur 400 kg án batteríanna og 670 kg með batteríunum.
Hámarkshraði Reva er um 80 km/klst og drægið er 40-80 km, allt eftir aksturslagi ökumanns, færð og ytra hitastigi.
Það tekur 2 ½ klst að hlaða fyrstu 80% af batteríunum.
Það tekur 6 klst að hlaða batteríin að fullu. Miðað er við 16A innstungu. Hægt er einnig að hlaða í 10A innstungum, en það tekur lengri tíma.

 

 

 

Boðið er upp á tvær útgáfur af bílnum. Báðar útgáfurnar eru með sama hleðslubúnað og "vél" - eini munurinn eru aukahlutir.

Reva City Car er hannaður með framtíðina í huga - hægt verður að skipta rafhlöðunum út fyrir Lithium-Ion rafhlöður þegar þær koma á markaðinn. Þær koma til með að bjóða upp á talsvert lengra drægi.

Reva rafmagnsbíllinn tók þátt í Kappakstrinum mikla 2007, sem er ökutækjakeppni vettvangs um orku- og stóriðjurannsóknir Háskóla Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur sem fór fram fimmtudaginn 13. September 2007. Keppt var í minnstri orkunotkun, minnsta CO2 útblæstri og minnstum kostnaði og vann Reva í þeim flokkum auk þess að vera sigurvegari keppninnar í heild.

 


 

Reva rafmagnsbíllinn verður áfram til sýnis í Perlunni mánudaginn 17. september 2007. Bíllinn er sýndur í bás Orkuveitu Reykjavíkur og er hluti af vistvænu bílasýningunni í Perlunni. Sýningin er opin frá kl. 12 til 17 og er öllum opin.

Eftir sýninguna verður hægt að bóka reynsluakstur á bílnum hjá Perlukafaranum ehf, Holtasmára 1, sími 534 0255. Ath. að reynsluakstur verður eingöngu í boði út septembermánuð.

Nánari upplýsingar fást á vefsíðu Perlukafarans og einnig á vef umboðsaðila bílsins á Norðurlöndunum, Reva Norge .


Upplýsingar og myndir teknar af vef Perlukafarans

Birt:
17. september 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Borgarbíllinn Reva“, Náttúran.is: 17. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/17/borgarbllinn-reva/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: