Flutningar með skipum, vöruflutningabílum og flugvélum er stór mengunarvaldur. Það er því umhverfsvænna að kaupa frekar það sem ekki þarf að flytja langar leiðir. Dæmi: Flutningur ávaxtar frá Nýja Sjálandi með flugi til Íslands losar um fimmfalda þyngd hans af koltvíoxíði. Skipaflutningar losa einnig mikið magn koltvíoxíðs auk þess sem olía getur borist út í hafið. Það er því tvímælalaust umhverfisvænast að kaupa þau matvæli sem eru framleidd innanlands, sérstaklega ef þau eru einnig ræktuð með lífrænum aðferðum.

Grafik: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is

Birt:
9. janúar 2011
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Mengun og flutningar“, Náttúran.is: 9. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/mengun-og-flutningar/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 29. mars 2011

Skilaboð: