Í pott eru látnir tveir bollar af vatni, 1 msk af þurrkaðri kamillu og önnur af blóðbergi, 1/2 bolli af fjallagrösum, 1 stk apótekaralakkrís og góður moli af kandís eða hunangi. Suðan látin koma upp, fjallagrösin veidd upp og látið kólna í pottinum. Sigtað og sett á flöskur og geymt á köldum stað. Takið inn eins og aðra hóstasaft, hefur Steinvör Sigurðardóttir eftir ömmu sinni.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Ljósmynd: Fjallagrös, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
16. október 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Fjallagrös við hósta“, Náttúran.is: 16. október 2013 URL: http://nature.is/d/2008/10/29/fjallgros-vio-hosta/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. október 2008
breytt: 14. mars 2014

Skilaboð: