Gluggi Planta Ryksuga Bækur Bækur Raftæki Raftæki Heimurinn Geimurinn Húsgögn Íþróttir Skrifborð Sími Tölva Landið Lýsing Skrifstofan

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot“ með því að velja einfaldlega frekar að versla við umhverfisvæna framleiðendur og velja frekar vörur sem bera umhverfisvottun.

Ýmis spilliefni og krabbameinsvaldandi efni, t.a.m. kadmíum og kvikasilfur geta verið mjög skaðleg fyrir umhverfið. Þess vegna er líka mikilvægt að gömlum tækjum sé ekki bara hent í ruslið heldur komið í endurvinnslu.

Orkunotkun tækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu. Þú getur kynnt þér orkunotkun tækisins með því að lesa upplýsingar sem oft má finna á tækinu eða nota þar til gerðum mæli. Þannig færðu fullvissu um orkunotkun hvers tækis fyrir sig og getur reiknað út hvað það kostar umhverfið og budduna þína á ári.

Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða "Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta leiðin til að minnka biðstöðu-notkun er að slökkva alveg á tækjum og helst að taka úr sambandi.

Birt:
12. september 2011
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Raftæki“, Náttúran.is: 12. september 2011 URL: http://nature.is/d/2008/10/11/raftaeki/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. október 2008
breytt: 2. maí 2014

Skilaboð: