Starfshópur um velferð búfjár í Samtökum lífrænna neytenda var að senda eftirfarandi umsögn um tillögur að lögum um dýravernd:

Hæstvirti ráðherra.

12. júlí sl. birti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið tillögur að frumvarpi til nýrra dýravelferðarlaga ásamt greinargerð. Samtímis var óskað eftir athugasemdum og ábendingum og veittur frestur til að skila þeim til ráðuneytisins til 21. ágúst. Tillögurnar voru birtar í upphafi sumarleyfa og frestur til að skila athugasemdum við þær lauk fyrir lok sumarleyfistíma.

Starfshópur Samtaka lífrænna neytenda - velferð búfjár (SLN-VB) er 13 manna hópur og var mörgum ekki kunnugt um þessar tillögur fyrr en skilafrestur var útrunninn enda þær einungis kynntar á vef ráðuneytisins og varla getið í fjölmiðlum. Þá barst samtökunum ekki sérstök tilkynning um tillögurnar. Á fundi með fulltrúum Samtaka lífrænna neytenda í maí sl. létuð þér þau orð falla að samtökin létu sig mál af þessum toga varða. Úr því hefur þó ekki geta orðið fyrr en nú hvað varðar þetta mál vegna fyrrgreindra ástæðna og er beðist velvirðingar á því. Þess vegna er óskað eftir að tekið verði tillit til athugsemda og ábendinga SLN-VB og að þær hljóti sömu meðhöndlun og önnur erindi sem bárust fyrir 21. ágúst.

Virðingarfyllst, f.h. Samtaka lífrænna neytenda – starfshópurinn velferð búfjár

Árni Stefán Árnason lögfræðingur - ML, sérsvið dýraréttur velferdbufjar@lifraen.is. Sími: 695 2662.

Sjá umsögnina í fullri lengd í Pdf-skjali. Smella hér.

Birt:
5. september 2011
Tilvitnun:
Velferð búfjár - SLN „Velferð búfjár - Umsögn um tillögur að lögum um dýravelferð“, Náttúran.is: 5. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/05/velferd-bufjar-umsogn-um-tillogur-ad-logum-um-dyra/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: