Spilaborg líftækniiðnaðarins virðist að hruni komin, eins og ný rannsókn sem var gefin út af háskólanum í Sherbrooke í Kanada sýnir, en við rannsóknina fannst Bt eitur, sem er í vissum erfðabreyttum korntegundum, í blóðsýnum manna í fyrsta skipti. Greinin sem er áætlað að birtist í ritrýndu tímariti, Reproductive Toxicology, eyðir þeirri fölsku hugmynd um að Bt brotni niður í meltingarvegi manna, og sýnir þess í stað fram á að eiturefnið er þrávirkt og til staðar í blóðrás manna.

Talsmenn líftækniiðnaðarins hafa lengi haldið því fram að Bt eitur, sem er unnið úr jarðvegsbakteríu sem kallast Bacillus thuringiensis, sé algjörlega skaðlaust mönnum. Hið innbyggða skordýraeitur hefur verið sett inn í vissar erfðabreyttar korntegundir til að halda skordýraplágum fjarri. Bt com, til dæmis, hefur sérstaklega verið hannað til að framleiða skordýraeitrið inn í frækornunum, sem eru síðan étin af bæði búpeningi og mönnum.

Í nýlegri rannsókn, mátu vísindamennirnir Aziz Aris og Samuel Leblanc 30 þungaðar konur og 39 konur sem höfðu komið til Centre Hospitalier Universitaire de Sherbrooke (CHUS) í Quebec, Kanada, til að fara í skurðaðgerð. Þegar blóðsýni voru tekin, fundu vísindamennirnir Bt Cry1AB eitur í 93% mæðranna og 80% fóstranna hjá þunguðu konunum.  Og 69 prósent af þeim konum sem voru ekki þungaðar sýndu jákvæða svörun og voru með eiturefnið í blóði sínu.

Allar konurnar í rannsókninni höfðu verið á dæmigerðu kanadísku mataræði, sem er eins og í Bandaríkjunum, fullt af erfðabreyttum matvælum og eiturefnum. Hefðbundið soja, korn, kanóla, og vörur unnar úr kartöflum, til dæmis, eru til staðar í mörgum þeirra matvæla sem neytt er bæði í Kanada og Bandaríkjunum, sem skýrir af hverju Bt eitur var svona áberandi og algengt í blóðsýnum kvennanna.

Og sú staðreynd að Bt eitur fannst jafnvel í fóstrum sýnir að eiturefnið berst auðveldlega frá móður til barns, og að það er til staðar miklu lengur í blóðinu heldur en líftækniiðnaðurinn hefur haldið fram. Eiturefnið er greinilega skaðlegt bæði fyrir skordýr og menn. Fyrri rannsóknir hafa þegar leitt í ljós að Bt eitur og önnur skordýraeitur enda úti í náttúrunni þar sem þau eru þrávirk, sem gerir notkun þeirra að miklu vandamáli er varðar almannaheill og heilsu almennings.

Af vef NaturalNews.com.
Þýtt fyrir Náttúran.is af IEB.

Mynd: Ein tegund af BT skordýraeitri, af dirtworks.net.

Birt:
17. maí 2011
Höfundur:
Jonathan Benson
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Jonathan Benson „Uppgötvun á Bt skordýraeitri í blóði manna, sannar að erfðabreytt eitur er hættulegt heilsu manna, - nýjar niðurstöður rannsóknar“, Náttúran.is: 17. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/17/uppgotvun-bt-skordyraeitri-i-blodi-manna-sannar-ad/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. maí 2011

Skilaboð: