Kátt í Kjós verður laugardaginn 18. júlí. Smátt og smátt er dagurinn að teiknast upp. Hólmfríður Gísladóttir fyrrverandi skólastjóri verður í Ásgarði en hún hefur undir höndum mikið safn mynda frá starfsárum sínum í Ásgarði. Gamlir munir verða teknir niður af háalofti og hafðir til sýnis. Þá verður Kjósarkvikmyndin frá 1952 sýnd. Ný upplýsingarspjöld sem setja á upp við áningastaði verða einnig frumsýnd og kvenfélagið verður með veitingasölu. Allt stefnir því í að í Ásgarði verði notaleg menningar-og skólatengd samverustund.

Birt:
16. júlí 2009
Höfundur:
Kátt í Kjós
Tilvitnun:
Kátt í Kjós „Kátt í Kjós 18. júlí 2009“, Náttúran.is: 16. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/16/katt-i-kjos-18-juli-2009/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: