Sjónvarpið er einn mesti tímaþjófur heimilisins. Það eyðir líka einna mestri orku. Ráðlegt er að slökkva á sjónvarpinu þegar það er ekki í notkun. Hafa þarf í huga þegar kaupa á sjónvarp að kaupa það sem eyðir sem minnstri orku. Einnig er hægt að kaupa umhverfismerkta flatskjái eða orkusparandi með merkinu Energy Star . Um 20% af orkunotkun heimila eru frá útvarpi, sjónvarpi, tölvum og hljómflutningstækjum sem eru í viðbragðsstöðu (stand-by) í stað þess að slökkt sé á þeim.
Birt:
27. mars 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Sjónvarpið“, Náttúran.is: 27. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2007

Skilaboð: