Bakstrar eru lagðir við gigtveika liði og sár sem gróa illa. Nota má bæði ferskar og þurrkaðar jurtir í bakstra. Þegar ferskar jurtir eru notaðar eru jurtahlutarnir marðir rækilega og lagðir beint á húðina en síðan er blaut og heit grisja bundin yfir. Þegar þurrkaðar jurtir eru notaðar þarf að útbúa deig úr þeim áður en þær er lagðar við húðina. Deigið er búið til þannig að jurtirnar sem nota á eru fínmuldar, örlitlu af sjóðandi vatni er hellt á þær og þær látnar liggja í því í fimm mínútur uns þær hafa tekið í sig vatnið. Blandið síðan saman við jurtirnar dufti úr regnálmsberki (magatei) eða hnausþykkum hafragraut og hnoðið allt vel saman. Smyrjið heitum bakstrinum síðan á auma svæðið, bindið grisju yfir og hitapoka þar ofan á.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Bakstrar“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/bakstrar/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: