Orð dagsins 3. mars 2009.

Tilraunir borgaryfirvalda í Gautaborg með nýja stýringu götuljósa benda til að hægt sé að lækka rafmagnsreikning vegna ljósanna um 50-60% frá því sem nú er. Nýjungin felst í að setja upp skynjara sem stilla ljósstyrk eftir umferð og öðrum aðstæðum, í stað þess að ljósin logi á fullum styrk hvað sem á gengur. Auk sparnaðar vegna raforkukaupa hefur þessi nýja lýsing þurft minna eftirlit og viðhald en hefðbundin götulýsing. Stofnkostnaður vegna lýsingarinnar er sagður geta skilað sér til baka á einu ári þar sem ávinningurinn er mestur.
Lesið frétt Byggvärlden 25. febrúar sl.

Birt:
5. mars 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Götulýsingu í Gautaborg stýrt til orkusparnaðar“, Náttúran.is: 5. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/gotulysing-styrt-til-orkusparnaoar/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. mars 2009

Skilaboð: