Í einu sýni af Reykás niðursneiddum graflaxi frá Eðalfiski ehf. í Borgarnesi, sem matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tók, greindist bakterían Listeria monocytogenes.   Eðalfiskur ehf. hefur ákveðið að innkalla frá neytendum eftirfarandi vöru:

Ástæða innköllunar:  Mengun af völdum Listeria monocytogenes.
Vöruheiti:  Reykás graflax.
Afurðir:  Flök, bitar og sneiðar.
Umbúðir:  Lofttæmdar.
Framleiðandi:  Eðalfiskur ehf., Sólbakka 4, Borgarnesi.
Geymsluskilyrði:  Kælivara.
Best fyrir:  6.02.11.
Dreifing:  Verslanir Krónunnar á Bíldshöfða, Reykjavíkurvegi og Mosfellsbæ.

Reykás graflax frá Eðalfiski ehf. með „best fyrir“ merkingunni 6.02.11 er ekki lengur í dreifingu.  Neytendur sem eiga  í fórum sínum Reykás graflax, hvort sem um er að ræða flök, bita eða sneiðar, með ofangreindri „best fyrir“ merkingu, eru beðnir að farga vörunni eða skila henni með því að hafa samband við Eðalfisk ehf. í síma 437 1680 eða 895 7638.  

Upplýsingar um Listeria monocytogenes:

Listeria monocytogenes er harðger baktería sem er mjög útbreidd í náttúrunni og finnst hún meðal annars í jarðvegi, plöntum, skólpi og þörmum manna og dýra. Sökum mikillar útbreiðslu bakteríunnar í náttúrunni er erfitt að koma í veg fyrir mengun af hennar völdum í unnum matvörum. Listeria monocytogenes finnst oft í hráum matvælum en hún getur einnig fundist í elduðum mat ef um krossmengum milli hrárra og eldaðra matvæla er að ræða. Dæmi um matvæli sem hún getur fundist í eru hrámjólk, kjöthakk, grænmeti, kjötálegg, kjúklingur og reyktur og grafinn fiskur.  Listeria monocytogenes getur valdið alvarlegum og stundum hættulegum sýkingum hjá fólki í áhættuhópum en þeir eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hjá öðrum einstaklingum getur bakterían valdið einkennum á borð við háum hita, miklum höfuðverkjum, stífleika, ógleði, kviðverkjum og niðurgangi. Oftast veldur bakterían einstaklingssýkingum og eru hópsýkingar af völdum Listeria monocytogenes mjög sjaldgæfar.
Almennar ráðleggingar til neytenda vegna Listeria monocytogenes:

  • Sjóða/hita hráar kjötvörur vel (hitastig fari yfir 70°C).
  • Skola vel hrátt grænmeti fyrir neyslu.
  • Halda soðnum matvælum frá hráum til að hindra krossmengun.  Þvo alltaf skurðarbretti og önnur áhöld þegar skipt er úr einni gerð hráefnis yfir í aðra.
  • Forðast ógerilsneydda mjólk.
  • Einstaklingar í áhættuhóp ættu að varast að borða hráan fisk, ósoðinn og/eða lítið hitaðan mat.

Nánari upplýsingar um Listeria monocytogenes má finna á vefsíðu Matvælastofnunar, www.mast.is.

Nánari uppl. veitir matvælaeftirlitið í síma 411 1111, Óskar Ísfeld Sigurðsson - deildarstjóri
Umhverfis og samgöngusvið Reykjavíkurborgar
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Matvælaeftirlit

Birt:
15. febrúar 2011
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Innköllun á reyktum laxi“, Náttúran.is: 15. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/15/innkollun-reyktum-laxi/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: