Fimmtudaginn 20. janúar kl. 20 verður haldinn fræðslufundur í Grasagarðinum í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands.

Á dagskrá er myndasýning frá gróskumiklum Grasagarðinum í Wales, The National Botanic Garden of Wales. Þar dvaldi Anna Margrét Elíasdóttir, garðyrkjufræðingur í Grasagarðinum, við störf um tveggja vikna skeið síðasta sumar. Einnig verður afmælisdagskrá Grasagarðs Reykjavíkur kynnt því garðurinn fagnar 50 ára starfsafmæli í ár. Formleg afmælishátíð Grasagarðsins hefst í maí.

Fundurinn verður haldinn í garðskála Grasagarðsins. Athugið að garðskálinn getur verið svolítið svalur að vetrarlagi og því gott að vera í hlýrri peysu. Heitt kaffi og te á könnunni.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Ljósmynd: úr Grasagarði Reykjavíkur sem fagnar 50 ára starfsafmæli í ár og hefst formleg afmælishátíð í maí.

Birt:
19. janúar 2011
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Fræðslukvöld í Grasagarðinum - myndasýning og afmælisdagskrá kynnt “, Náttúran.is: 19. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/19/fraedslukvold-i-grasagardinum-myndasyning-og-afmae/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: