Anna Rósa grasalæknir hefur ný verið sett á markað* vörur unnar úr lífrænum lækningajurtum undir sínu eigin merki „Anna Rósa grasalæknir“.

Íslensku lækningajurtirnar tínir Anna Rósa sjálf á svæðum fjarri umferð og tilbúnum áburði og erlendu lækningajurtirnar eru undantekningalaust lífrænt vottaðar. Vörulínan samanstendur af fjórtán vörutegundum sem skiptast í þrjá flokka; krem, smyrsl og tinktúrur. Anna Rósa býr til öll hvít krem frá grunni en þau innihalda öll lífrænar íslenskar og erlendar lækningajurtir. Kremin innihalda einnig hátt hlutfall af lífrænu kakó- og sheasmjöri sem eru einstaklega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Kremin innihalda ekki paraben rotvarnarefni, né lanólín eða kemísk ilmefni.

Smyrsl hefur Anna Rósa notað um árabil með góðum árangri í ráðgjöf með sjúklinga. Smyrslin innihalda eingöngu E-vítamín sem rotvarnarefni og eru án lanólíns eð kemískra ilmefna. Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa  hefur um árabil búið til sínar eigin tinktúrur úr íslenskum og erlendum lækningajurtum.

Tinktúrurnar hefur hún sérblandað handa hverjum og einum. Á þeirri reynslu byggir hún uppskriftirnar af tinktúrunum sem er að langmestu leyti unnar úr ferskum íslenskum lækningajurtum.

Sjá lista yfir vörurnar frá Önnu Rósu hér að neðan:

Krem

  • Dagkrem
  • 24 stunda krem
  • Græðikrem
  • Handáburður
  • Fótakrem

Smyrsl

  • Sárasmyrsl
  • Barnasmyrsl
  • Mæðrasmyrsl

Tinktúrur

  • Sólhattur & hvönn: taldar góðar gegn hálsbólgu, kvefi og flensu
  • Maríustakkur & melissa: taldar góðar fyrir breytingaskeiðið
  • Hvönn & klóelfting; taldar góðar fyrir blöðruhálskirtil
  • Fíflablöð & birki: talin vatnslosandi
  • Rauðsmári & gulmaðra: taldar góðar fyrir exem og sóríasis
  • Fjallagrös & fíflarót: talin hreinsa meltingu

*Vörurnar eru ný komnar í verslanirnar Yggdrasil, Mann lifandi, Fjarðarkaup, Reykjavíkurapótek, Apótek Vesturlands, Heilsuver, Landnámssetrið og Árbæjarapótek.

Allar frekari upplýsingar um vörurnar má finna á www.annarosa.is. Einnig er hægt að gerast „aðdáandi“ Önnu Rósu grasalæknis á Facebook þar sem hún fræðir fólk um áhrifa mátt lækningajurta.

Efri myndin er af merki Önnu Rósu grasalæknis en neðri myndin er af einni af vörunum; Sárasmyrsli.

Birt:
4. desember 2009
Tilvitnun:
Anna Rósa Róbertsdóttir „Anna Rósa grasalæknir með vörur á markað“, Náttúran.is: 4. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/04/anna-rosa-grasalaeknir-meo-vorur-markao/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: