Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, ályktar að skora á stjórnvöld og orkufyrirtæki landsins að gæta aðsjálni, fyrirhyggju og virða þarfir þjóðarinnar um ókomna tíð í nýtingu og virkjun orkuauðlinda landsins, einkum vatnsafls og jarðhita, í samræmi við hina viðurkenndu stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Auðlindir þessar eiga að standa komandi kynslóðum til boða og afnota, eins lítið skertar og aðstæður leyfa. Því ber að forðast sjónarmið skammtímagróða og stofna til ótímabærrar útsölu á dýrmætum orkuauðlindum. Forðast ber rányrkju orkuauðlinda, sem í eðli sínu eru að miklu leyti endurnýjanlegar en þó jafnframt endanlegar að magni, heildarorku og afli. Þetta á ekki síst við um framleiðslu rafmagns á háhitasvæðum með nýtingu háhitagufu, þar sem nýtingin getur farið niður undir 10%, en með því er gífurlegri orku sóað. Orku sem betur væri varðveitt til framtíðar. Jafnframt ber að meta umhverfiskostnað til fulls við ágóða af virkjunum til lengri tíma litið.
Birt:
11. maí 2008
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ályktun um umgengni við orkulindir landsins“, Náttúran.is: 11. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/07/alyktun-um-umgengni-vio-orkulindir-landsins/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2008
breytt: 11. maí 2008

Skilaboð: