Dr. Michael Antoniou fjallar um erfðavísindin, erfðatæknina og áhrif á heilsufar. Dr. Antoniou er rannsóknastjóri og dósent í sameindaerfðafræði við læknisfræði- og sameindaerfðafræðideild Kings College London School of Medicine í Bretlandi. Hann á að baki 32ja ára reynslu í notkun erfðatækni í rannsóknum á skipan og stýringu erfðavísa, hefur ritað yfir 50 ritrýndar vísindagreinar og á höfundarrétt á fjölda genatjáninga. Hann hefur, ásamt samstarfsmönnum í háskólasamfélaginu og atvinnulífinu, hagnýtt uppgötvanir sínar á genastjórnunarferlum til rannsókna og þróunar greiningar- og meðferðarúrræða, m.a. genameðferð við arfgengum og áunnum erfðasjúkdómum. Dr. Antoniou hefur annast ráðgjöf á sviði líftækni fyrir fjölda stofnana, samtaka og stjórnmálaflokka, m.a. um hagnýtingu erfðatækni í læknisfræði og landbúnaði. Hann sat í erfðavísindanefnd bresku stjórnarinnar sem sett var á fót í tengslum við samráðsferli sem stjórnin efndi til á sínum tíma. Dr Antoniou er tíður framsögumaður á fundum og ráðstefnum um þessi mál og er títt vitnað til hans í fjölmiðlum.

Sjá nánar um ráðstefnuna og samantekt á erindum á vef framtíðarlandsins

Birt:
18. nóvember 2013
Tilvitnun:
Dr. Michael Antoniou „Dr. Michael Antoniou fjallar um erfðavísindin, erfðatæknina og áhrif á heilsufar“, Náttúran.is: 18. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/18/dr-michael-antoniou-mun-fjallar-um-erfdavisindin-e/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: