Greene Toys, LLC tilkynnti í dag að það hafi tekið upp samstarf við Þröst Bragason um framleiðslu á stuttmynd um Flopalongs. Búið er að opna fyrir síðu á Karolinafund heimasíðunni til að safna áheitum.
Greene Toys vonast til að geta safnað nægilega hárri upphæð til að framleiða stuttmyndina sem verður svo sýnd fjárfestum og í framhaldinu verður framleidd sjónvarpssería um hin spennandi ævintýri “Flopalongs”.

Um Flopalongs:

Flopalongs eru hugarfóstur Bandaríkjamannsins John Robert Greene. Markmið þeirra er að fræða börn um dýr í útrýmingarhættu allan heim með því að tvinna saman ímyndunarafli og raunveruleika. Þegar framleiðsla þáttanna hefst munu 5% af öllum nettótekjum (sjónvarpsframleiðsla og sala varnings tengdum þáttunum) vera gefin til náttúruverndarsamtaka.

Í upprunalegu teiknimyndasögunni byrjar Flopalongs sagan á eyju sem er í eigu Gergs, en hann er samviskulaus illvirki sem misnotar allar þær náttúruaðlindir sem hann kemst í. Hann hefur komið sér upp einkadýragarði og þar kynnumst við þeim helstu karakterum sem fylgja okkur svo í gegnum þættina.

Kvöld eitt sleppur drekinn Igbot úr prísundinni og kemst í tæri við dularfullan loftstein sem gefur honum ofurkrafta. Hann snýr svo til baka og deilir þessum kröftum með vinum sínum. Þau sleppa svo öll út og þar með hefst barátta þeirra við Gerg og hans fylgismenn, en lokamarkmiðið er að bjarga öðrum dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu og stöðva hinn illa Gerg.

Sjá vef Flopalongs.
Hafið samband við Þröst Bragason til að fá nánari upplýsingar throstur@gmail.com.

Birt:
10. nóvember 2013
Höfundur:
Þröstur Bragason
Tilvitnun:
Þröstur Bragason „Flopalongs teiknimynd á leið í hópfjármögnun“, Náttúran.is: 10. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/10/flopalongs-teiknimynd-leid-i-hopfjarmognun/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: