Einföld og skilvirk leið fyrir lífrænan úrgang er að grafa hann niður. Undir yfirborðinu eiga rætur, maðkar og aðrar lífverur greiða leið um hauginn og vinna sitt verk eins og náttúran býður þeim. Öllum lífrænum úrgangi frá heimilinu og úr garðinum er hent í hauginn. Einnig er gott að setja með pappír, t.d. eldhúspappír, te og kaffipoka o.fl.

Gryfjan er ca 80x100 cm og dýptin um 80 cm. Rekin er saman furugrind sem er 120x140 cm úr 50x100 mm efni sem klætt er vatnslímdri spónaplötu 12mm. Op er fyrir miðju um 35 sm á hvora hlið. Lokið er eins og myndin sýnir.

Þessi gryfja er orðin tveggja ára og er við það að fyllast. Þegar þar að kemur, tek ég aðra gröf set hlemminn yfir hana og moka jarðvegi yfir þá gömlu. - Síðan mætti hugsa sér að moka úr gömlu gryfjunni eftir ca tvö ár, sem þá væri orðin ágætis molta og nota í garðinn.

Nikulás hefur áður komið með hugmynd að öðruvísi safnhaug. Sjá Safnhaug letingjans.

Nikulás Fr. Magnússon nikulas@simnet.is

Birt:
28. júní 2013
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Nikulá Fr. Magnússon „Safnhaugur að hætti Nikulásar“, Náttúran.is: 28. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2009/03/11/safnhaugur-ao-haetti-nikulasar/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. mars 2009
breytt: 28. júní 2013

Skilaboð: