Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisstjóra í 100% starf. Umhverfisstjóri starfar á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík og heyrir beint undir ferðamálastjóra. Laun samkvæmt kjarasamningm opinberra starfsmanna.

Stafssvið m.a.:

  • Fagleg þjónusta fyrir hönd Ferðamálstofu við stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, ásamt rekstrarstjóra og skjalaverði.
  • Umsagnir um þingmál og önnur erindi er varða starfssvið umhverfisstjóra og berast frá stofnunum og öðrum aðilum.
  • Mat á umsóknum til Ferðamálastofu um styrki sem varða starfssvið umhverfisstjóra.
  • Umsjón með útgáfu- og fræðslumálum Ferðamálastofu er snerta umhverfismál.
  • Gerða og umsjón með umhverfisstefnu Ferðamálastofu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun á sviði umhverfismála æskileg.
  • Reynsla og framkvæmd umhverfisverkefna er æskileg.

Leitað er að hæfum einstaklingi, karli og konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika.

Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, (olof@ferdamalastofa.is) en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna á samskiptavef stofnunarinnar ferdamalastofa.is.

Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2013 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur hefi störf hið fyrsta. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfferil skulu berast með tölvupósti til rekstrarstjóra, Sólrúnar Önnu Jónsdóttur (solrun@ferdamalastofa.is) eða á skrifstofu Ferðamálstofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.

Birt:
22. júní 2013
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Laust starf umhverfisstjóra hjá Ferðamálastofu“, Náttúran.is: 22. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/22/laust-starf-umhverfisstora-hja-ferdamalastofu/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: