Demeter-merktar vörur eru frá lífefldum (biodynamískum) landbúnaði og byggja á hugmyndafræði Rudolf Steiners. Í lífefldum landbúnaði er lögð er áhersla á heildrænar aðferðir og hringrás næringarefna í náttúrunni. Gerðar eru kröfur um að býli í lífefldum landbúnaði sé lífræn heild. Það felur m.a. í sér að að áburður til ræktunar komi frá dýrum á sama bæ. Reglurnar ná yfir lífræna ræktun, dýrahald, kynbætur, dreifingu og sölu.
Að baki Demeter merkinu standa óháð samtök, alþjóðlegu Demetersamtökin sem hafa höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi, og starfa í yfir 20 löndum. Vöruframboð nær þó yfir fleiri lönd.
Demetersamtökin hafa sína eigin úttektaraðila sem eru óháðir framleiðendum og neytendum.

Sjá nánar á vef Demeter.

Birt:
26. maí 2013
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Demeter“, Náttúran.is: 26. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/demeter/ [Skoðað:20. febrúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 25. maí 2013

Skilaboð: