Þvagsýrugigt orsakast af þvagsýru sem safnast í liði, einkum einn af liðum stórutáar. Þvagsýrugigt veldur bólgu og miklum verkjum í sjúka liðnum. Þvagsýra fellur út í líkamanum af mörgum orsökum og oft virðist sjúkdómurinn ganga í ættir.
Meðferð er svipuð og gegn öðrum tegundum gigtar, rétt mataræði er mjög mikilvægt og einnig er nauðsynlegt að draga úr streitu.

Jurtir gegn þvagsýrugigt

Jurtir sem hreinsa líkamann og styrkja jafnframt ný ru: t.d. birki, vallhumall, skarfakál og blaðselja.
Bólgueyðandi jurtir: t.d. beitilyng, blágresi, einir, horblaðka og djöflakló.
Styrkjandi jurtir fyrir taugakerfið: t.d. hafrar, kamilla og garðabrúða.

Dæmi um jurtalyfjablöndu við þvagsýrugigt

1 x birki
1 x skarfakál
1 x blaðselja
2 x horblaðka
1 x kamilla
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Þvagsýrugigt“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/vagsrugigt/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. júlí 2010

Skilaboð: