Asmi er sjúkdómur þar sem grennstu lungnaberkjurnar herpast saman um tíma. Það veldur því að maður með asma á erfitt með að aanda frá sér og því fylgir mæði og blísturshljóð. Asmakast getur valdið mikilli hræðslu en hræðsla og streita magnar asmakastið og þannig skapast vítahringur.
Orsakir asma eru oft óljósar. Ástæðan getur verið ofnæmi fyrir einhhverju í andrúmsloftinu, t.d. ryki, dýrahárum, frjókornum eða reyk. Einnig getur verið um fæðuofnæmi að ræða, einkum af völdum mjólkurafurða, hveitis og eggja, en einnig getur áfengi haft svipuð áhrif. Í niðursoðnum ávöxtum er oft brennisteinstvíoxíð, sem getur valdið asmakasti.
Líkur benda til að asmi sé arfbundinn sjúkdómur.
Reglulegar öndunaræfingar eru nausynlegar fyrir asmaveikt fólk. Öndunaræfingar og söngur styrkja lungun og einnig er gott að stunda líkamsæfingar, t.d. göngu og sund.
Fólk sem þjáist af asma ætti ætíð að kanna hvort hugsanlegt sé að fæðuofnæmi sé orsakavaldur. Það á sérstaklega við um börn sem bþsna oft reynast vera haldin ofnæmi fyrir mjólkurvörum.
Jurir sem koma að gagni gegn asma eru margs konar en erfitt er að benda á tilteknar jurtir nema orsakir asmans séu þekktar.

Jurtir gegn asma

Jurtir sem sefa lungun og stilla krampa í lungnavef: t.d. fagurfífill, sóldögg, undafífill og lakkrísrót.

Aðrar róandi jurtir: t.d. humall, garðabrúða og hvítþyrnir (ber).
Hvítþyrniber eru sérstaklega góð þegar hár blóðþrýstingur fylgist asmanum.

Ed mikið slím er í lungunum koma slímlosandi jurtir, t.d. hóffífill, lakkrísrót, sæhvönn og lyfjagras, að góðum notum.
Áreynsluasmi kemur fram við álag á líkamann. Ráða má mikla bót á honum með því að taka inn slímlosandi jurtir í 6-8 mánuði. Við meðferðina gengur oft mikið slím upp úr viðkomandi og vondur hósti fylgir oft í upphafi.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Asmi“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/asmi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. apríl 2010

Skilaboð: