Flestir hafa einhverju sinni fengið höfuðverk og oft má rekja orsakir hans til streitu eða annars álags. Aðrar orsakir eru m.a. meltingartruflun, hægðartregða, vöðvabólga, áreynsla á augun, rangur líkamsburður, hormónatruflun, rangt mataræði, ofnæmi og þorsti.
Meðferð ræðst fyrst og fremst af orsök kvillans.
Ef höfuðverkur kemur aðeins endrum og eins getur hvíld og einföld teblanda með einni eða fleirum eftirtalinna jurta komið að gíðu haldi: úlfarunnu, lofnarblóm, vallhumall, garðabrúða, melasól og kamilla.
Ef um langvinnan höfuðverk er að ræða skal ávallt leita til læknis áður en lækning er reynd með jurtum. Ef orsökin er óljós og ekki er um vefrænan sjúkdóm að ræða er gott að taka inn jurtalyfjablöndu á hverjum degi, þrisvar á dag, og í langan tíma.

Jurtir gegn höfuðverk

Æðavíkkandi og styrkjandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm, blákolla, melasol og hvítþyrnir.
Styrkjandi jurtir fyrir meltingu: t.d. túnfífill (rót) og vatnsarfagras.
Róandi jurtir: t.d. vallhumall, garðabrúða, kamilla, hjartafró, beitiyng og humall.
Jurtir sem draga úr slímmyndun: t.d. selgresi og augnfró.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn langvinnum höfuðverk

1 x úlfarunni
1 x lofnarblóm
1 x túnfífill (rót)
1 x vallhumall
1 x humall
1 x augnfró
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Höfuðverkur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/hfuverkur/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: