Blóðleysi er í eðli sínu ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni. Orsakir blóðleysis geta verið margar og nauðsnlegt er að fá rétta sjúkdómsgreininu áður en lengra er haldið. Blóðleysi getur valdið óeðlilegum fölva, mæði, stöðugri þreytum, svefnleysi, svima og yfirliðaköstum, hugmyndaruglingi og skertum viðnámsýrótti gegn sjúkdómum. Í stuttu máli er blóðleysi skortur á súrefnisbundnu blóði vegna vöntunar á blóðrauða, og undirrót þess getur oft verið jarnskortur.
Yfirleitt má vinna bug á járnskorti með réttu mataræði, enda er mikið til af járnríkum grösum og fæðutegundum. Þar má nefna brenninetlu, steinselju, apríkósur, vætukarsa, karðarber og sólber.

Jurtir sem örva meltingu og upptöku næringarefna og vinna gegn blóðleysi

Hrafnaklukka, maríuvöndur, kammila og ætihvönn.
Bitrar jurtir, eins og þessar eru, þarf að taka inn hálftíma fyrir máltíð til þess að ná sem bestum áhrifum.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Blóðleysi“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13// [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: