Olía er búin til á tvö vegu. Hreinar ilmolíur þarf að vinna úr jurtunum með flókinni eimingu sem er ekki á allra færi. Hentugast er því að kaupa þær eftir þörfum. Hins vegar má vinna jurtaolíu á einfaldari hátt, en hún verður þá ekki eins auðug að virkum efnum og sú sem unnin er með eimingu.

Olía unnin úr jurtum

Skerið niður þá jurt sem nota á til olíugerða og setjið hana í glæra krukku. Hellið möndlu-, olífu- eða sólblómaolíu yfir jurtina svo að olían sé um helmingu meiri að rúmmáli en jurtin. Lokið krukkunni og geymið á hlýjum stað í sól í 2-3 vikur. Best er að láta krukkuna standa grunnt í sandi, en hann veldur því að hitasveiflur verða minni. Hrærið daglega í krukkunni. Síið olíuna frá jurtinni og pressið hratið vel til þess að ná allri olíunni. Hellið jurtaolíunni á dökkar flöskur, merkið og dagsetjið og geymið á köldum stað.

Olíu má nota eins og smyrsl, á gigtveika liði og spennta vöðva og á öll útbrot og viðkvæma húð, Olíu má búa til úr öllum jurtum sem þykja góðar til útvortis notkunar.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Olía“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/ol/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. júlí 2011

Skilaboð: