Opinn fundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum verður haldinn í Norræna húsinu í dag þ. 18. október kl. 20:00.

Flokkarnir verða spurðir um stefnu þeirra varðandi þrjú meginmál:

  1. stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands;
  2. hvernig ber Íslandi að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu, og
  3. hvernig vilja flokkarnir tryggja verndun hafsins, gegn mengun, súrnun þess og hækkandi sjávarhita.
  4. Fram koma í pallborði fulltrúar þeirra sjö flokka sem vænta má að fái þingmenn kjörna í kosningunum 29. október. Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn

Þessu tengt. Nýverið gerði Gallup skoðanakönnun fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands.
Spurt var:

  1. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af súrnun hafsins?
  2. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af plastmengun í hafinu?
  3. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af hækkun á hitastigi hafsins?

Svör aðspurðra voru nokkuð afgerandi. Um það bil 2/3 aðspurðra hafa miklar áhyggjur af súrnun hafsins og hækkandi á hitastigi þess og 80,3% hafa miklar áhyggjur af plastmengun. Hið síðast nefnda má telja þorra þjóðarinnar. Spurningin nú er: hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir gera?

Hrönn Egilsdóttir um súrnun sjávar.

Sjá viðburðinn á FB.


Birt:
18. október 2016
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Fundur um umhverfisstefnu flokkanna í Norræna húsinu í kvöld“, Náttúran.is: 18. október 2016 URL: http://nature.is/d/2016/10/18/fundur-um-umhverfisstefnu-flokkanna-i-norraena-hus/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: