Verkefnastjóri í umhverfismálum sinnir verkefnum á sviði úrgangsmála í Fjarðabyggð sem miða að aukinni flokkun, endurvinnslu og nýtingu sorps. Einnig sinnir hann verkefnum sem snúa að umgengni og umgengnismálum auk annara verkefna á sviði umhverfismála sem honum er falið.

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón og eftirlit verkefna sem snúa að flokkun, hirðu og urðun sorps í sveitarfélaginu.
  • Móta og gera tillögur að stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum er lítur að hirðu, flokkun og urðun sorps ásamt endurnýtingu.
  • Yfirumsjón með fræðslu og samstarfi við íbúa og fyritæki er lítur að úrgangsmálum.
  • Auðvelda íbúum og fyrirtækjum flokkun og endurvinnslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun.
  • Reynsla og þekking á umhverfismálum er æskileg.
  • Færni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á að taka þátt í reymisstarfi og umbótaverkefnum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum samninganefndar sveitarfélaga (SNS) við viðkomandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri, í síma 470 9019.

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið gudmundur.eliasson@fjardabyggd.is merktar verkefnastjóri í umhverfismálum. Umsóknareyðublöð eru á vef sveitarfélagsins, þjónustugáttum bókasafna og í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2015. 

Starfslýsing verkefnastjóra í umhverfismálum

Birt:
3. febrúar 2015
Höfundur:
Fjarðabyggð
Tilvitnun:
Fjarðabyggð „Fjarðabyggð auglýsir eftir verkefnisstjóra í umhverfismálum“, Náttúran.is: 3. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/03/fjardabyggd-auglysir-eftir-verkefnisstjora-i-umhve/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: