Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á slæmri veðurspá frá Veðurstofunni. Spáin er svohljóðandi: Vaxandi suðaustanátt og með snjókomu eða slyddu eða rigningu, fyrst suðvestantil. Suðaustan 20-28 m/s sunnan- og vestantil í kvöld. Suðaustan 20-28 norðan- og austantil í nótt, en snýst í mun hægari suðvestan átt sunnan- og vestantil. Slydda eða snjókoma í nótt, en mikil slydda eða rigning suðaustanlands. Íbúar eru hvattir til að festa lausamuni utandyra og bátaeigendum bent á að huga að bátum sínum. 

Viðvörun vegna sjávarflóða.

Mikilli ölduhæð, yfir 12 m af norðan og norðnorðaustan, er spáð undan Vestfjörðum frá að kvöldi þriðjudags (9. des.) og aðfaranótt miðvikudags (10. des.).  Rétt að vera sérstaklega á varðbergi yfir áhrifum af ágjöf og brimróti vegna vegna hárrar sjávarstöðu í ljósi sjávarfallahæðar og talsverðs áhlaðanda. Viðbragðsaðilum á Vesturlandi og Vestfjörðum er ráðlagt að fylgjast vel með aðstæðum og til að vera undirbúnir því að greiða úr vandræðum sem af þessu geta hlotist

Birt:
8. desember 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Slæm veðurspá og viðvörun vegna sjávarflóða“, Náttúran.is: 8. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/12/08/slaem-vedurspa-og-vidvorun-vegna-sjavarfloda/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: