Boðað er til haustfundar Landsvirkjunar þ. 25. nóvember frá kl. 14:00 -  16:00 í Silfurbergi í Hörpu undir fyrirsögninni Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku.

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Landsvirkjiun starfar í alþjóðlegu umhverfi og vil vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum mun vera fjallað um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Dagskrá:

  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra - Ávarp
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar - Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar - Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri

 

Endurnýjanlegir orkugjafar og nýir virkjanakostir

  • Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs - Vatnsaflskostir
  • Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku - Vindorkukostir
  • Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs - Jarðvarmakostir

Umræður

Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður

Allir velkomnir!

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.


Birt:
20. nóvember 2014
Höfundur:
Landsvirkjun
Tilvitnun:
Landsvirkjun „Haustfundur Landsvirkjunar 2014“, Náttúran.is: 20. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/20/haustfundur-landsvirkjunar-2014/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: