Göngustígur í Kerlingarfjöllum.Landvernd efnir til hádegisfyrirlestrar þar sem Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum á útivistarsvæðum talar um göngustíga. Bob er frumkvöðull í skipulagningu og viðhaldi á göngustígum á hálendum svæðum í Skotlandi og víðar. Hann mun velta upp leiðum til að takast á við þær áskoranir og tækifæri sem felast í skipulagi göngustíga hérlendis með tilliti til aukins fjölda ferðamanna og aukins áhuga Íslendinga á útivist. Bob hefur sértæka reynslu í lagningu stíga á hálendi um allan heim og má þar nefna í evrópsku Ölpunum, á Írlandi, á hálendi Skotlands og víðar í Bretlandi. Bob hefur starfað við ráðgjöf varðandi göngustígastjórnun og viðhald þeirra á viðkvæmum svæðum undanfarin 30 ár.

Fyrirlesturinn verður haldinn þ. 3.október kl. 12:15 í Lögbergi, stofu 101 í Háskóla Íslands.

Aðgangur ókeypis og öllum opinn.

Ljósmynd: Göngustígur í Kerlingarfjöllum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Sjá myndband af fyrirlestri Bob Aitken á vef Landverndar.


Birt:
2. október 2014
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Fyrirlestur um þróun göngustíga, gerð og viðhald þeirra“, Náttúran.is: 2. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/02/fyrirlestur-um-throun-gongustiga-gerd-og-vidhald-t/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. október 2014

Skilaboð: