Loftgæði við Mývatn 1. 10. 2014Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.

Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld og færist þá svæðið heldur til austur allt austur að Þistilfirði.

Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar á www.loftgaedi.is

Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru.  Til að minnka enn áhrif mengunar innandyra er ráðlagt að loka gluggum og hækka á ofnum þegar mengunin gengur yfir.

Með því að smella á tengilinn http://avd.is/is/?page_id=730 er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mengun og loftgæði.

Birt:
1. október 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Aukin mengun við Mývatn“, Náttúran.is: 1. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/01/aukin-mengun-vid-myvatn/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: