Nokkrar tegundir morgunkorns innihalda erfðabreytt og þarf því að merkja sérstaklegaFrá því reglugerðir nr. 1829/2003 og nr. 1830/2003 tóku gildi Í ESB árið 2004, hefur þurft að merkja leyfð erfðabreytt matvæli og erfðabreytt fóður með orðunum „genetically modified“ eða „produced from genetically modified (name of organism)”.

Merkja þarf öll erfðabreytt matvæli og fóður, hvort sem erfðabreytt efni er til staðar í vörunni eða ekki. Þetta þýðir að merkja þarf innihaldsefni eins og hveiti, olíur og glúkósasíróp ef efnin eru unnin úr erfðabreyttu hráefni. Undanþegin frá merkingarreglunum eru matvæli og fóður þar sem ekki er hægt að útiloka tilfallandi eða tæknilega óhjákvæmilegar leifar heimilaðra erfðabreyttra lífvera ef þær samsvara 0,9% eða minna af innihaldsefnum vörunnar. Kjöt, mjólk og egg úr dýrum sem alin eru á erfðabreyttu fóðri falla heldur ekki undir gildissvið reglugerðarinnar og þarf ekki að merkja sem erfðabreytt. Það sama á við um innihaldsefni matvæla sem framleidd eru með erfðatækni, eins og t.d. aukefni, bragðefni og vítamín, sem framleidd eru í örverum í lokuðum kerfum en örverurnar sjálfar er ekki að finna í lokaafurðinni. Þannig matvæli eru talin hafa verið framleidd „með hjálp“ erfðabreyttra örvera en ekki „úr“ erfðabreyttum örverum.

Sjá nánar um merkingar á erfðabreyttum matvælum og fóðri.

Birt:
15. ágúst 2014
Tilvitnun:
Matvælastofnun - MAST „Merking erfðabreyttra matvæla og fóðurs í ESB“, Náttúran.is: 15. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/15/merking-erfdabreyttra-matvaela-og-fodurs-i-esb/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: