Með athugunum og lítilli tilraun má sannreyna að plöntur þarfnast sólarljóss. Plöntur í gluggum eða utan við hús skoðaðar.

Hvert teygja þær sig?

Margar plöntur, þar á meðal túnfíflarnir sem eru svo algengir á vorin, opna blómin aðeins þegar sólin skín. Á sólardegi brosa þeir á móti okkur. Dökkri fötu eða kassa hvolft yfir slíkan fífil. Hann athugaður aftur eftir um klukkustund.

Hefur hann lokað blóminu?

Opnast það aftur þegar fatan er tekin?

Birt:
1. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Sólin – forsenda lífs“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/solin-forsenda-lifs/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: