Kristín Vala Ragnarsdóttir ásamt Vandana ShivaHjónin Kristín Vala Ragnarsdóttir og Harald U. Sverdrup hafa litið á framleiðsluferlið sem Silicor birtir á heimasíðu sinni og punktað niður athugasemdir og spurningar sem vakna. 

Þau eru bæði vel menntuð á sviði raunvísinda og viðurkennd í alþjóða vísindasamfélaginu. 

 

Skref 1, 2 of 3 - Uppleysing

Óhreinsaður kísilmálmur (Si), með óhreinindum á borð við bór (B) og fosfór (P), er leystur upp í bræddu áli (Al) við nær 800oC.  Til þess er notað MgCl og KCl flux auk orku til að hita upp málminn.  Þegar uppleysta ál-kísilblandan kristallast, dregst kísillinn saman í flögur með álhúð. Óhreinindin eru í álinu (þ.e. B, P), og þetta er fyrsta skrefið í hreinsunarferlinum.  Málmblandan er kæld og kísillinn verður að föstum kísilmálmi.  Álmálmvökvinn er tappaður af (með 10-12% uppleystum kísli).  Þetta álmelmi er úrgangsefni – en það er unnt að nota það fyrir ákveðna iðnaðarframleiðslu það sem álið þarf ekki að vera hreint.  Unnt er að selja önnur úrgangsefni (ryk, gjall, gjall með fluxi auk álmelmisins).

Skref 4 og 5 og 6 - Þvottur

Sýru (vatn með 35% HCl) er hellt yfir kísilflögurnar til að leysa upp álhúðina.  Í sýrubaðinu, leysist álhúðin af yfirborði kísilflaganna, og kísilinn verður enn hreinni.  Sýrunni er hellt af – og er því úrgangsefni.  Hún inniheldur fjölálklóríð (polyaluminumchrolide - Al2(OH)nCl6-n) sem unnt era ð nýta í ýmsum iðnaðarferlum þ.á.m. við hreinsun vatns vegna mengunarefna í vatni.  Unnt er að selja þetta fjölálkróðið til annarra iðnfyrirtækja.  Þess má geta þó að álefni eru yfirleitt ekki lengur notuð í vatnshreinsun – eftir stórt slys í Bretlandi – frekar er notað járnklóríð.

Skref 7 og 8 – uppleysing og kæling

Kísilflögurnar eru bræddar aftur (og til þess þarf orku).  Fluxið sem notað er inniheldur Na2CO3, SiO2 og CaF2 (CaF2 er notað sem flux í álbræðslu).  Kísilflögurnar innihalda enn svolítið af áli.  Álið flýtur upp á yfirborðið á kísilflögunum.  Kísilinn er kældur.  Álið sem enn er til staðar er á yfirborði kísilagnanna.  Þessi húð er fjarlægð (ekki tiltekið hvernig – en myndir sýna húð sem fellur af – kannski fellur hún af þegar málmurinn er kældur?) og eftir er hreinn sólarkísill og úrgangs álflögur.  Kannski er hægt að nýta álflögurnar aftur í Skerf 1?  Unnt era ð selja úrgangsefni (ryk, gjall og gjall með fluxi).

Skref 9 – framleiðsla hleifa

Hér þarf kælivatn og sagir. Úrgangur er frárennsli með kisilmálmsagi. 

Ef þetta er sá ferill sem verður notaður á Grundartanga þá er mengunarhætta vegna flúoríð- og klórmengunar í andrúmslofti og klór og ál í vatni. Auk þess er útblástur af CO2 vegna natríum karbonats í flúxi.  Mér sýnist að ekkert umhverfismat hafi verið gert á þessum ferli í Bandaríkjunum.  Þess vegna þarf að gera það almennilega hér landi.

 

 Myndband Silicor um framleiðsluna.

Ákvörðun Skipulagsstofnunnar um matskyldu

javascript:;

Birt:
31. júlí 2014
Tilvitnun:
Kristín Vala Ragnarsdóttir, Harald U. Sverdrup „Skrefin í framleiðsluferli Silicor til framleiða sólarkísil (skv vefsíðu Silicor og skýrslu VSÓ)“, Náttúran.is: 31. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/31/skrefin-i-framleidsluferli-silicor-til-framleida-s/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: