Dan Barber er heillandi ræðumaður. Vinsamlegast horfið á þennan fyrirlestur hans.

How I fell in love with a fish fjallar um lífrænan og sjálbæran fiskeldisbúgarð, Veta La Palma, á Spáni. Þar er ekki einungis ræktaður fiskur til manneldis, því búgarðurinn hefur haft mikil áhrif á lífríkið. Búgarðurinn gefur af sér þúsund tonn af fiski til manneldis á hverju ári. Þetta er auk þess sjálfssprottið verndarsvæði sjaldgæfra fugla vegna vænlegra skilyrða sem þetta ótrúlega lífkerfi hefur skapað. Ekki nóg með það, heldur virkar búgarðurinn sem hreinsistöð fyrir vatnið sem þar fer í gegn.

Þarna lifir fólk í góðu samneyti við allt líf. Næring í sinni tærustu mynd.

Birt:
26. mars 2014
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Vatnaparadís á Spáni“, Náttúran.is: 26. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/26/vatnaparadis-spani/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: