Myndskreyting fyrir sáningarhátíð í Seljagarði. Heil og sæl náttúruverndarsinnar og umbótafólk!

Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðarsinna sem hefur hafið uppbyggingu á samfélagsreknum og sjálfbærum borgarbýlum (e. City Farm). Hópurinn var stofnaður í vor en hefur náð að koma langt á stuttum tíma. Við erum komin í samráð við Þjónustumiðstöð Breiðholts og garðyrkjustjóra borgarinnar og fengið lóð fyrir tilraunaverkefni í sumar. Garðurinn nefnist Seljagarður og er við Jöklasel í Seljahverfi. Annar garður er einnig risinn í Laugardalnum og nefnist hann Laugargarður.

Verkefnin eru unnin í sjálfboðavinnu og sóst eftir þátttöku sem flestra. Leitað er eftir hvers kyns stuðningi, fjármagni, styrkjum, sjálfboðaliðum, samstarfsfólki, efnisvið, tækjum og tólum eða bara hverju sem er.

Lykilorðin bakvið borgarbýlið okkar er sjálbærni, lífræn ræktun, samfélagsrekið, vistrækt (e. permaculture), gróðurhús, endurnýting, menntun, inní hverfunum, mannréttindi og heilsárs- og árstíðabundin ræktun. Endilega kíkið á vefsíðuna okkar til að lesa meira um hugmyndina, sjá teikningar af býlinu og myndir af samfélagsreknum borgarbýlum um heim allan. Sífellt meiri áhersla er lögð á matvælaframleiðslu og ræktun inn í borgunum og Reykjavíkurborg er engin undantekning.

Endilega hafið samband ef þið viljið taka þátt! Ekki hika við að vera í bandi, við erum opin fyrir öllum gagnlegum hugmyndum og ábendingum.

Hlökkum til að heyra frá ykkur,
Aðgerðarhópur fyrir Miðgarð - borgarbýli midgardur.borgarbyli@gmail.com

Sjá vef Miðgarðs - borgarbýlis hér.

Grafík: Myndskreyting eftir Þóreyju Mjallhvíti, einn forsvarsmann verkefnisins.

Birt:
2. júní 2014
Tilvitnun:
Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir „Miðgarður - borgarbýli “, Náttúran.is: 2. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/03/midgardur-borgarbyli/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. mars 2014
breytt: 26. ágúst 2014

Skilaboð: