Brenninetla (stórnetla og smánetla) [Urtica dioica og Urtica urens]

Lýsing: Stöngullinn uppréttur, ferstrendur. Blöðin langydd, hvassagtennt. Blómhnoðun í greinóttum öxum, hangandi. Vex sem illgresi kringum bæi. Smánetlan er minni, vex í fjörum og görðum og hefur minni kringlóttari blöð.

Árstími: Best nýsprottin.

Tínsla: Skorin eða slegin með ljá. Nauðsynlegt að nota hanska.

Meðferð: Þessum tveimur tegundum verður að halda hvorri fyrir sig, en báðar eru notaðar, smánetlan þó meira. Þurrkuð.

Ljósmynd: Brenninetla, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
19. júní 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð brenninetlu“, Náttúran.is: 19. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-brenninetlu/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: