Krukkur soðnarKrukkurnar sem geyma á maukið í, mega ekki vera sprungnar. Heppilegast er að sé brún á þeim, svo auðvelt sé að binda yfir þær; einnig má nota niðursuðuglös eða krukkur með skrúfuðu loki. Það er sjálfsagt að hreinsa öll ílát jafnóðum og þau eru tæmd og hvolfa þeim í geymslunni. Þegar nota á ílátín eða krukkurnar, eru þær þvegnar vel og burstaðar úr sódavatni; settar í pott með köldu vatni og suðan látin koma upp á þeim.

Krukkur að þornaTeknar upp úr og hvolft á hreinan línklút, þurrkaðar vandlega með þurru, soðnu stykki.

Sé maukið soðið, sem setja á í krukkurnar, er það látið sjóðandi í vel heitar krukkurnar, ef ekki á að skola þær úr benzonsúru natron-upplaustn. Þvínæst eru barmarnir þurkkaðir vandlega, með bómull, sem dýft er ofan í benzonsúra natron-upplausn.

Bláberjasultan komin í krukkurnarMunið að aldrei má hreyfa vð skáninni, sem myndast ofan á maukinu, þá skemmist það frekar.

 

 

 

Ljósmyndir: Efst, krukkurnar soðnar í stórum potti. Í miðið, krukkunum hvolft til skjótrar þurrkunar. Neðst, heit bláberjasulta komin í heitar krukkurnar. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
3. ágúst 2014
Tilvitnun:
Helga Sigurðardóttir „Hreinsun á krukkum“, Náttúran.is: 3. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2009/09/05/hreinsun-krukkum/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. september 2009
breytt: 3. ágúst 2014

Skilaboð: