HreindýramosiSé maður úti á gangi um heiðar og finni mjúkan og örlítið rakan hreindýramosa er ekkert á móti því að taka lúkufylli með heim og setja í flatbrauð eða heilhveitibollur. Best er að gera þetta strax því hann molnar þegar hann þornar og þó bragðið breytist ekki verður lítið úr honum. Björn í Sauðlauksdal segir að hann þurfi mikla suðu áður en hann verður vel ætur. Ég hef að vísu ekki forsoðið hann en það er athugandi.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Hreindýramosi í mosa, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
14. september 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Hreindýramosi“, Náttúran.is: 14. september 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/09/hreindyramosi/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. nóvember 2007
breytt: 14. september 2014

Skilaboð: