Bolabítur er bolahönnunarfyrirtæki sem nýtir náttúruna sem innblástur í alla grafík. Bolabítur flytjur inn vandaða boli frá Anvil Knitwear úr 100% lífrænni bómull. Bolabítur handþrykkir allt sjálfur, notar umhverfisvænt blek og leysiefnalaus hreinsiefni.

Markmið  er að bjóða upp á gott úrval af flottum og hugmyndaríkum bolunbhhm með framleiðslu sem hefur sem minnst áhrif á náttúruna.

Anvil er amerískt fyrirtæki (stofnað árið 1876) en bolirnir eru framleiddir í Honduras og Nikaragva. Anvil leggur mikið upp úr náttúruvernd og samfélagslegri ábyrgð - sjá nánar á anvilknitwearcsr.com.

Sjá nánar um Bolabít hér á Grænum síðum.

Myndir: Skjáskot úr kynningarmyndbandi um framleiðsluferli Bolabíts.

Birt:
29. apríl 2014
Höfundur:
Bjarni Helgason
Tilvitnun:
Bjarni Helgason „Bolabítur - lífrænt vottaðir bolir með náttúrutengdri grafík“, Náttúran.is: 29. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2012/11/17/bolabitur-lifraent-vottadir-bolir-med-natturutengd/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. nóvember 2012
breytt: 29. apríl 2014

Skilaboð: