Í grein í the Guardian segir að loftslagsbreytingar séu mun hraðari og alvarlegri en mörg líkön hafi sagt fyrir. Þetta eru ályktanri nýrra rannsókna um veðurfarsbreytingarnar.

Rannsóknin sem unnin var af US National Centre for Atmospheric Research (NCAR) sýnir að spálíkön sem voru svartsýnni, spáðu meiri hlýnun og meiri hækkun sjávar, virðast vera nær raunveruleikanum en þau bjartsýnni. Það þýðir ekki einungis meiri hlýnun heldur einnig að afleiðingar s.s. flóð, þurrka, hækkun sjárvarborðs og ofsaveður verði mun verri en ætlað hefur verið.

Fellibylurinn Sandy er nýlegt dæmi en einnig hafa þurrkar á kornræktarsvæðum BNA valdið búsifjum sem og þurrkar í Evrópu í sumar. Monsúnverðið á Indlandi hefur tekið breytingum sem hafa alvarleg áhrif á lanbúnað.

Þessar niðurstöður koma nú rétt fyrir ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Doha en þar munu ráðherra fjalla um loftslagsmál og ræða minnkunn útblásturs gróðuhúsaloftegunda. Þeir verða að grípa til ráðstafana og leggja drög að nýjum loftslagssáttmála en lítið hefur gerst á pólítíska sviðinu að undanförnu.

Heimskautaísinn hefur hopað hraðar en menn óttuðust og Grænlandsjökull bráðnar einnig með sívaxandi hraða. Sérfræðingar hafa jafnvel spáð því að siglingaleið verið opin yfir norður heimsskautið að vetrum á næstum áratugum.

The International Energy Agency hefur varað við því að með núverandi útblæstri gæti hlýnum að meðaltali orðið 6°C en almennt er miðað við að 2°C hlýnun sé það mesta sem heimurinn þoli. Hér eru myndbönd sem sýna áhrif mismunandi hlýnunar.

I ljósi þeirra veðurfarsbreytinga sem við höfum orðið vitni að á þessu ári þarf þessi niðurstaða ekki að koma á óvart. Og ætti að ýta við flestum að grípa til aðgerða til að draga úr hættunni á enn verri áhrifum.

Myndin er af fárviðrinu Sandy er fengin úr safni NASA

Birt:
12. nóvember 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Loftlasgsbreytingar alvarlegri en líkön hafa spáð“, Náttúran.is: 12. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/12/loftlasgsbreytingar-alvarlegri-en-likon-hafa-spad/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: