Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis halda málþing í Öskju HÍ, stofu 132, föstudaginn 16. nóvember frá kl. 13:30 - 16:30.

Málþingið hefur loftmengun af völdum jarðvegsryks til umfjöllunar. Heilnæmt andrúmsloft  eru mikilvæg lífsgæði. Í andrúmsloftinu er ógrynni ýmis konar agna eða svifryks, sem myndast bæði af völdum náttúrunnar sjálfrar og af mannavöldum. Svifryk hefur  neikvæð áhrif á heilsu manna, einnig svifryk af jarðefnauppruna þótt þar sem um að ræða „hreint“ ryk. Rykmengun frá iðnaði og útblæstri bíla hefur gegnum árin fengið mikla athygli en minna hefur farið fyrir umræðu um ryk sem rekja má til uppblásturssvæða, landbúnaðar eða gosösku. Á málþinginu er augum beint að rykmengun með jarðefnauppruna, áhrifum hennar á heilsu og hvað hægt er að gera til að lágmarka hana. Losun agna og mengandi efna út í andrúmsloftið stjórnast því m.a. af ráðstöfun lands, skipulagi, umgengi við framkvæmdir, ástandi vistkerfa og jarðvegsrofi.

Málþingið er þverfaglegt og er ætlað sem vettvangur milli náttúruvísinda, lýðheilsuvísinda, hagfræði, stjórnsýslu, landnotenda og framkvæmdaaðila.

Dagskrá

13:30 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - Svandís Svavarsdóttir
13:40 Fok náttúrulegra agna - Anna María Ágústsdóttir, Landgræðsla ríkisins
13:53 Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna Guðrún Pétursdóttir f. h.rannsóknarhóps landlæknis
14:13 Mælingar á rykmengun á Íslandi - Hvað segir lagaramminn? Þorsteinn Jóhannsson, Umhverfisstofnun
14:26 Landnýting og landhnignun - fok í kjölfar eldgosa - Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins
14:39 Áhrif landbúnaðar á loftgæði á Íslandi - Borgar Páll Bragason og Ólafur R. Dýrmundsson Bændasamtök Íslands
14:52 Kaffihlé
15:07 Rykmengun og rykbinding vegna umferðar - Björn Ólafsson, Vegagerðin
15:20 Svifryksmengun vegna sandfoks og ösku - Þröstur Þorsteinsson, Háskóli Íslands
15:33 Grímsvötn 2011 - Mælingar á öskufoki á Suðurlandi - Sibylle von Löwis, Veðurstofa Íslands
15:46 Long Term Dust Aerosol Production in Northeast Iceland, Pavla Dagsson-Waldhauserová, Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands
15:59 Hagrænt mikilvægi landgræðslu - Jón Örvar Geirson Jónsson og Brynhildur Davíðsdóttir Háskóli Íslands
16:12 Land á lofti, lausnir án landamæra - Björn H. Barkarson, VSÓ ráðgjöf

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Ljósmynd: Hvönn vex upp úr ösku undir Eyjafjöllum, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
9. nóvember 2012
Tilvitnun:
Anna M. Ágústsdóttir „Landheilsa – Loftgæði – Lýðheilsa“, Náttúran.is: 9. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/09/landheilsa-loftgaedi-lydheilsa/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: