Þegar ég fann vefinn Náttúran.is sagði ég við sjálfa mig að þetta væri frábært íslenskt verkefni og að það þyrfti að kynna sjálfboðaliðunum í hópnum okkar það. Ég skrifaði Guðrúnu Tryggvadóttur til að kanna hvort að hún sæi sér fært að vera fyrsti gestafyrirlesari í þremur vinnubúðum; til að gefa þeim innsýn í hvaða áhrif ein manneskja getur haft á samtímamann. Sem og hún gerði.

Ég heiti Sophie Boone, umhverfisfulltrúi fyrir sjálfboðaliðasamtök SEEDS hér á landi. SEEDS eru sjálfboðaliðasamtök sem skipuleggja árlega yfir eitthundrað vinnubúðir um allt land, þar sem sjálfboðaliðar víða að úr heiminum koma og vinna í tvær vikur í senn. Til að kynna umhverfisverkefni samtakanna lögðum við til að sérstakur vinnuhópur myndi einbeita sér að því að skoða aðstæður umhverfismála í heildina og síðan með sérstakan fókus á nokkur viðfangsefni. Við skoðum mörg mismunandi mál, allt frá matvælaframleiðslu og vatni til umhverfismerkja og vistæns arkitektúrs. Við bjóðum gestafyrirlesurum að koma og tala um ákveðin málefni. Til þess að nálgast viðfangsefnin betur förum við með sjálfboðaliðana í heimsóknir innan og utan höfuðborgarsvæðisins svo að þeir geti séð með eigin augum hvað sé í gangi..(t.d. á urðunarstaði, endurvinnslustöðvar, jarðhitavirkjanir, til Sólheima í Grímsnesi, á Farfuglaheimilin í Reykjavík o.s.fr.). Þannig vonumst við til að þátttakendur verði betur meðvitaðir um hin mörgu brýnu umhverfisverkefni sem heimurinn stendur frammi fyrir að þurfa að glíma við.

Eftir einn mánuð yfirgef ég Ísland. Ég vona að við getum skilið eitthvað eftir okkur, eitthvað sem vex og dafnar og jafnvel, einhverntíma í ekki of fjarlægðri framtíð vonum við að íslendingar geti einnig tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi...!

Ljósmynd: Sophie Boone, í fremri röð t.h. með sjálfboðaliðahóp í kynnisferð hjá Sorpu.

Birt:
8. nóvember 2012
Höfundur:
Sophie Boone
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Sophie Boone „"Að skilja eitthvað eftir sig…“, Náttúran.is: 8. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/08/ad-skilja-eitthvad-eftir-sig/ [Skoðað:19. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: