Takið 500 g af gróft niðurrifnum kartöflum með skinni eða án. Reynið að áta vökvann síga sem mest frá jafnvel með því að kreista kartöflurnar létt í hreinum klút. Bætið út í ögn af hveiti og salti svo allt hangi saman. Setjið beikon eða aðra feiti á stóra pönnu. Skellið kartöflumassanum á pönnuna og látið malla í feitinni upp undir hálftíma. Snúið, með því að setja lok eða disk yfir pönnuna, snúa snöggt og láta kökuna falla á lokið og smeygja henni svo aftur á pönnuna og brúna á hinni hliðinni. Einfaldara er þó að stinga pönnunni undir grillið.

Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“  eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
20. september 2011
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Írskt boxty“, Náttúran.is: 20. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/20/irskt-boxty/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. september 2012

Skilaboð: