Landvernd stendur fyrir síðsumargöngu um Öndverðanes sunnudaginn 26. ágúst kl. 17:00.

Landvörður umhverfisfræðsluseturs Landverndar í Alviðru mun leiða gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.

Gangan hentar öllum aldurshópum og tekur tvær stundir. Þátttakendur safnast saman í Alviðru í Ölfusi. Til að komast þangað af þjóðvegi 1 er beygt rétt áður en komið er að Selfossi (frá Reykjavík) inn með Ingólfsfjalli í áttina að Þrastarlundi og Grímsnesi. Alviðra er næsti bær á vinstri hönd áður en komið er að Þrastarlundi.

Landvernd býður öllum sem áhuga hafa á að nýta sér fræðsludagskrána í Alviðru í sumar og njóta fallegrar og gróskumikillar náttúru í sumarlok. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri. Enginn aðgangseyrir.

Birt:
24. ágúst 2012
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „ Síðsumarganga um Öndverðanes“, Náttúran.is: 24. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/24/sidsumarganga-um-ondverdanes/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: