Eftirlit með efnum, til dæmis eiturefnum og öðrum hættulegum efnum, verður gert markvissara en verið hefur og ábyrgðin á því verður á einni hendi samkvæmt frumvarpi til efnalaga sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn föstudaginn 17. ágúst sl.

Efnaeftirlit verður fært frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun verður heimilað að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki til að knýja á um úrbætur samkvæmt frumvarpinu sem lagt verður fram á Alþingi í haust.

Ljósmynd af halli.files.wordpress.com, af iðnaðarsalti.

Birt:
20. ágúst 2013
Höfundur:
Rúv
Tilvitnun:
Rúv „Eftirlit með efnum hert“, Náttúran.is: 20. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2012/08/20/eftirlit-med-efnum-hert/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. ágúst 2012
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: