Notkun erfðatækni til að fá plöntur til að framleiða lyf eða lífræn efnasambönd sem eru ekki eiginleg þeirri plöntu sem um ræðir hefur tekið sér bólfestu á Íslandi. Um er að ræða svipaða tækni og þegar dýrum og örverum er erfðabreytt. Fjölmargar hættur eru samfara framleiðslu lyfja með erfðabreyttum plöntum.  Einkum er talin hætta á því að erfðabreyttar kjarnsýrur (DNA) breiðist út til annarra villtra náttúrulegra plantna, sem gæti mögulega ógnað hefðbundnum landbúnaði á stórum svæðum.

Sýtókín sem eru framleitt með erfðabreyttu byggi kallast EGF (Epidermal growth factor), og er EGF vaxtaþáttur. Vaxtaþættir stuðla að vexti, þróun og lækningu vefja sem hafa orðið fyrir skaða eða eru dauðir.

EGF vaxtaþátturinn og húðin

Húð okkar er lagskipt. Ysta lagið kallast yfirhúð (epidermis), og hún skiptist líka í mörg lög. Ysta lag yfirhúðarinnar er um 12 frumulengdir að þykkt en innsta lagið er einungis ein frumulengd.  Á milli þeirra eru 2-3 lög sem eru mismunandi þykk (sjá mynd 1.1)

Við venjulegar aðstæður mundi EGF vaxtaþátturinn stuðla að myndun nýrra frumna sem mundu þróast frá innri lögum til ytri laga húðarinnar. En þegar EGF vaxtaþátturinn er borinn á húð í fjarveru annarra sýtókína fara frumurnar í yfirhúðinni að fjölga sér mjög mikið. Hraði frumuskiptingar eykst, innan yfirhúðarinnar sjálfrar. Þessi oförvun EGF vaxtaþáttarins veldur því að endurnýjun húðfrumnanna er ekki lengur í náttúrulegu ferli.
Yfirhúð húðarinnar verður þykkri eftir því sem meira af EGF vaxtaþætti er borinn á húðina. Þetta getur haft jákvæð áhrif á útlit húðarinnar til skamms tíma. Hins vegar geta önnur vandamál komið fram. Eðlilegur hárvöxtur húðarinnar getur þannig breyst, augnbrúnir og augnhár geta þynnst og jafnvel horfið, og hárlos getur aukist almennt. Húðin getur einnig orðið háð EGF vaxtaþættinum.
EGF vaxtaþátturinn er ekki talinn hafa veruleg áhrif á hrukkumyndun til lengri tíma litið.

EGF og krabbamein

Á meðan EGF er ekki krabbameinsvaldandi þá stuðlar það samt að hraðari frumuskiptingu og þá einnig hraðari frumuskiptingu hjá krabbameinsfrumum ef þær eru til staðar. Þetta þýðir að ef þú ert með krabbamein í húð, þá getur EGF vaxtaþátturinn stuðlað að hraðari vexti krabbameinsins. Fólk sem er með húðkrabbamein ætti því alls ekki að nota vörur sem innihalda EGF vaxtaþáttinn.

Niðurstaða

EGF er kraftmikið náttúrulegt lífrænt efnasamband. Það gerir það sem því er ætlað að gera, þ.e stuðlar að vexti og nýliðun frumna. Hins vegar ef þú setur einungis eitt sýtókín á húð þína, án þess að nota önnur sýtókín sem starfa samhliða að vexti og lækningu húðarinnar, getur verið að ekki náist sá árangur sem þú óskar eftir. Og það eru neikvæðar aukaverkanir.  Niðurstöður benda til þess að EGF geti stuðlað að hraðari vexti húðkrabbameins sem er þegar til staðar, þótt efnið sjálft sé ekki krabbameinsvaldandi. Það eru því góðar ástæður fyrir því að fara varlega.

Valdar heimildir:
Goodsell, D.S. (2003). The Molecular Perspective: Epidermal Growth Factor. The Oncologist October 2003 (8,) 496-497.
Yu L, Cho CH, Liu SW. (2011). Epidermal growth factor stimulates the proliferation of human esophageal squamous cell carcinoma HKESC-1 cells by increasing COX-2 expression. J. Southern Med. U. (8), 1323-6.
Soeda A, Inagaki A, et.al (2008). Epidermal growth factor plays a crucial role in mitogenic regulation of human brain tumor stem cells. J Biol Chem.18(16),10958-66.

Grafík af http://barefacedtruth.com.

Birt:
10. júlí 2012
Höfundur:
Dr John
Tilvitnun:
Dr John „Ræktun og notkun EGF vaxtaþáttar í húðvörum“, Náttúran.is: 10. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/10/raektun-og-notkun-egf-vaxtathattar-i-hudvorum/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. júlí 2012

Skilaboð: