Hönnuðurinn Giulio Vinaccia heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Hönnun í þróunarskyni" í Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, fimmtudaginn 15. mars kl. 17.

Giulio Vinaccia sem komið hefur að ótal samfélagslegum verkefnum um allan heim, veltir upp hugmyndum um hugmyndafræði hönnunar sem mögulegu síðasta vígi til sóknar fyrir íbúa í efnahagslega minna þróuðum löndum heimsins og spyr spurninga eins og hvernig auka megi aðgengi íbúa jaðarsvæða að hagkerfi hönnunarheimsins?

Giulio Vinaccia er hér á landi í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

http://www.vinaccia.it/
http://www.youtube.com/user/studiovinaccia
http://vinacciaintegraldesign.blogspot.com/

Birt:
12. mars 2012
Höfundur:
Hönnunarmiðstöð
Tilvitnun:
Hönnunarmiðstöð „Hönnun í þróunarskini“, Náttúran.is: 12. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/12/honnun-i-throunarskini/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: